Kostnaður við Sundabrautarjarðgöng um 16 milljarðar 8. desember 2006 16:09 Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. Skýrslan er unnin á vegum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar og í henni er meðal annars farið yfir tæknileg atriði við gerð ganganna, kostnaðarmat og áhrif á umferð og það borðið saman við leið III, sem kölluð hefur verið „eyjalausn". Árlegur kostnaður við þjónusturekstur ganganna er áætlaður um 100 milljónir króna.Fram kemur í tilkynningu frá borginni að í samráðsferli um 1. áfanga Sundabrautar, sem nær yfir sundin, með þátttöku Reykjavíkurborgar, íbúasamtaka Grafarvogs og Laugardals, Faxaflóahafna og Vegagerðarinnar var lögð áhersla á að kanna nánar jarðgangagerð á þeim áfanga.Ný jarðgangaleið var valin til skoðunar sem er lík legu þeirri sem var til skoðunar á árunum 1998-1999, en gangamunni að austanverðu er nú nær Geldinganesi en áður var. Með því verður tenging við Geldinganes og Kjalarnes og framtíðar þjóðveg til norðurs beinni en minni áhersla lögð á tengingu við Grafarvogshverfið. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á jarðfræði á leiða í ljós að á megninu af leiðinni er talið að jarðgöng liggi í bergi sem er hagstætt til jarðgangagerðar. Arðsemi 1. áfanga Sundabrautar er í samræmi við eldri áætlanir en hún miðast við uppbyggingu Sundabrautar í einum áfanga. Með áfangaskiptingu og lækkun stofnkostnaðar í upphafi geta arðsemistölur hækkað. Hraði uppbyggingar í Geldinganesi vegur þungt í arðsemisreikningum. Arðsemi ganganna er um 10% en leiðar III um 13%.Talið er að það taki um fjögur og hálft ár að leggja leið III en fimm og hálft að leggja jarðgöng og segir í tilkynninguni að hægt sé að stytta þann tíma eitthvað gangi allur undirbúningur snurðulaust.Kostir jarðgangaleiðar fram yfir leið III.• Minni umhverfisáhrif í heild nema hvað varðar heildarakstur eða aksturinnan ganga, engin umhverfisáhrif við ósa Elliðaáa, minni hljóðvistarvandamál.• Betri landnýting, minna land undir umferðarmannvirki.• Minni umferð á austurhluta Miklubrautar og á mið og norðurhlutaSæbrautar sem gefur tækifæri til frekari uppbyggingar meðframSæbrautinni á því svæði.• Allar siglingaleiðir óheftar þar á meðal að starfsemi á Ártúnshöfða,(Björgunar, Malbikunarstöðvar, Sementsafgreiðslu). Kostir leiðar III fram yfir jarðgangaleið.• Ódýrari í stofnkostnaði og rekstri, hærri arðsemi, minni heildarakstur ígatnakerfinu.• Léttir meiri umferð af Ártúnsbrekku, Höfðabakkagatnamótum og Gullinbrú.• Betri tenging göngu- og reiðhjólaleiða.• Ekið ofanjarðar.• Minni óvissa um stofnkostnað.• Mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.• Áfangaskiptingar auðveldari og auðveldara að aðlaga fjárfestingarskipulagsákvörðunum og uppbyggingu hvers tíma.Hér er ekki gerð tilraun til að meta þessa kosti og ókosti til fjár, enda torvelt ímörgum tilfellum.Báðar þær leiðir sem lagðar eru fram eru færar. Skýrsluna í heild sinni má sjá hér. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. Skýrslan er unnin á vegum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar og í henni er meðal annars farið yfir tæknileg atriði við gerð ganganna, kostnaðarmat og áhrif á umferð og það borðið saman við leið III, sem kölluð hefur verið „eyjalausn". Árlegur kostnaður við þjónusturekstur ganganna er áætlaður um 100 milljónir króna.Fram kemur í tilkynningu frá borginni að í samráðsferli um 1. áfanga Sundabrautar, sem nær yfir sundin, með þátttöku Reykjavíkurborgar, íbúasamtaka Grafarvogs og Laugardals, Faxaflóahafna og Vegagerðarinnar var lögð áhersla á að kanna nánar jarðgangagerð á þeim áfanga.Ný jarðgangaleið var valin til skoðunar sem er lík legu þeirri sem var til skoðunar á árunum 1998-1999, en gangamunni að austanverðu er nú nær Geldinganesi en áður var. Með því verður tenging við Geldinganes og Kjalarnes og framtíðar þjóðveg til norðurs beinni en minni áhersla lögð á tengingu við Grafarvogshverfið. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á jarðfræði á leiða í ljós að á megninu af leiðinni er talið að jarðgöng liggi í bergi sem er hagstætt til jarðgangagerðar. Arðsemi 1. áfanga Sundabrautar er í samræmi við eldri áætlanir en hún miðast við uppbyggingu Sundabrautar í einum áfanga. Með áfangaskiptingu og lækkun stofnkostnaðar í upphafi geta arðsemistölur hækkað. Hraði uppbyggingar í Geldinganesi vegur þungt í arðsemisreikningum. Arðsemi ganganna er um 10% en leiðar III um 13%.Talið er að það taki um fjögur og hálft ár að leggja leið III en fimm og hálft að leggja jarðgöng og segir í tilkynninguni að hægt sé að stytta þann tíma eitthvað gangi allur undirbúningur snurðulaust.Kostir jarðgangaleiðar fram yfir leið III.• Minni umhverfisáhrif í heild nema hvað varðar heildarakstur eða aksturinnan ganga, engin umhverfisáhrif við ósa Elliðaáa, minni hljóðvistarvandamál.• Betri landnýting, minna land undir umferðarmannvirki.• Minni umferð á austurhluta Miklubrautar og á mið og norðurhlutaSæbrautar sem gefur tækifæri til frekari uppbyggingar meðframSæbrautinni á því svæði.• Allar siglingaleiðir óheftar þar á meðal að starfsemi á Ártúnshöfða,(Björgunar, Malbikunarstöðvar, Sementsafgreiðslu). Kostir leiðar III fram yfir jarðgangaleið.• Ódýrari í stofnkostnaði og rekstri, hærri arðsemi, minni heildarakstur ígatnakerfinu.• Léttir meiri umferð af Ártúnsbrekku, Höfðabakkagatnamótum og Gullinbrú.• Betri tenging göngu- og reiðhjólaleiða.• Ekið ofanjarðar.• Minni óvissa um stofnkostnað.• Mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.• Áfangaskiptingar auðveldari og auðveldara að aðlaga fjárfestingarskipulagsákvörðunum og uppbyggingu hvers tíma.Hér er ekki gerð tilraun til að meta þessa kosti og ókosti til fjár, enda torvelt ímörgum tilfellum.Báðar þær leiðir sem lagðar eru fram eru færar. Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira