Tónlistarmaðurinn Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni dagana 17. og 18. nóvember, hefur ákveðið að flýta fyrri tónleikunum um einn og hálfan tíma.
Ástæðan er sú að hann og fylgdarlið hans vilja ekki missa af afmælistónleikum Sykurmolanna sem verða í Laugardalshöll síðar um kvöldið. Einnig höfðu margir sem keypt höfðu miða á Stevens lýst yfir óánægju með að missa af Sykurmolunum.
Tónleikar Sufjans Stevens hefjast sem sagt kl. 18.30 og opnar húsið opnar kl. 18.00.