Erlent

Al-Kaída fagnar niðurstöðum þingkosninganna í Bandaríkjunum

Uppreisnarmenn voru ánægðir með bandaríska kjósendur en þeir áttu þátt í brottrekstri hans.
Uppreisnarmenn voru ánægðir með bandaríska kjósendur en þeir áttu þátt í brottrekstri hans. MYND/AP

Leiðtogi Al-Kaída í Írak, Abu Hamza al-Muhajir, fagnaði í dag niðurstöðum bandarísku þingkosninganna og sagði bandaríska kjósendur hafa gert rétta hlutinn. Kom þetta fram í hljóðupptöku sem var birt á netinu í dag en ekki hefur enn verið staðfest að hún sé ósvikin.

Abu Hamza sagði brotthvarf Rumsfeld sýna styrk uppreisnarmanna og hvatti George W. Bush til þess að halda sig í Írak svo þeir gætu barist enn frekar.

Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×