Menning

Pétur Már með sýningu í i8

MYND/Hörður
Samhliða sýningu Katrínar Sigurðardóttur opnar Pétur Már Gunnarsson (f.1975) sýningu sína undir stiganum í i8. Pétur stundaði nám við Listaháskóla Íslands og við Listakademíuna í Vínarborg.
Hann hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Nú síðast "of course it welcomes the foreigners, the boundary" á Nýlistasafninu í samstarfi við Johann Maheut og Toshinari Sato.
Á sýningunni í i8 mun Pétur sýna í kringum 200 ljóð sem birtast nú á bók í fyrsta sinn. Í tengslum við ljóðin mun hann gera innsetningar. Innsetningunum verður reglulega skipt út yfirsýningartímabilið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.