Forráðamenn Arsenal segja að liðið gæti fengið mestu innkomu allra liða í heimi þegar liðið verður komið á nýja Emirates-leikvanginn á næstu leiktíð, en hann mun taka 60.000 manns í sæti og bjóða upp á glæsilega aðstöðu sem gerir það að verkum að peningarnir munu streyma hratt í kassann að þeirra mati.
"Við verður mikið betur settir þegar við komum á nýja völlinn, því hann býður upp á miklu meiri tekjumöguleika en Highbury," sagði Keith Edelman, framkvæmdastjóri félagsins. "Við munum líklega hala inn meiri peninga en nokkuð annað lið, því þarna verða í boði mjög dýrir miðar fyrir þá sem hafa áhuga á slíku og þar verður aðstaðan með því besta sem þekkist."