Fótbolti
Vieira á leið til Inter
Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira er sagður vera nálægt því að ganga í raðir Inter Milan fyrir um 9 milljónir punda. Roberto Mancini, þjálfari Inter, er mjög hrifinn af hinum þrítuga Vieira, en segir liðið væntanlega breyta nokkuð um stíl á næstu leiktíð ef af kaupum þessum verður. "Við missum væntanlega einhverja tækni og útsjónasemi þegar Veron fer, en í stað þess fáum við kraft og styrk í formi Vieira," sagði Mancini.