Sport

Knapi til rannsóknar fyrir að skalla hest sinn

Hér má sjá hinn skapbráða O´Neill sitja hest sinn After Eight í keppni í fyrra.
Hér má sjá hinn skapbráða O´Neill sitja hest sinn After Eight í keppni í fyrra. NordicPhotos/GettyImages

Breski knapinn Paul O´Neill á hefur verið kallaður inn á teppi hjá æðstu mönnum í hestaíþróttinni þar í landi eftir að myndir náðust af honum skalla hest sinn um helgina. Myndirnar hafa eðlilega vakið mikla reiði, en O´Neill brást svona við eftir að hafa dottið af baki við eina hindrunina.

Talsmaður hestaíþróttasambandsins gaf strax út yfirlýsingu þar sem atburðurinn er fordæmdur og knapinn kallaður "óábyrgur og heimskur." Einhver fordæmi eru fyrir svona hegðun í hestasportinu á Bretlandi, en árið 2004 kastaði írskur knapi písk sínum í hest sinn og var í kjölfarið sektaður.

Þess má að lokum geta að O´Neill og hestur hans enduðu í fjórða sæti í keppninni, þrátt fyrir glórulausa hegðun knapans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×