Einvígi háð í Kringlunni í dag 31. maí 2006 15:27 Núverandi og fyrrverandi Norður-Evrópumeistarar í borðtennis munu heyja einvígi í Kringlunni í dag klukkan hálf sex. Leikurinn er í tilefni Norðurlandamóts sem fram fer í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í Reykjavík nú um helgina. Guðmundur E. Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis og núverandi Norður-Evrópumeistari, mætir í dag sænska leikmanninum Cyprian Asamoah, Norður-Evrópumeistara 2002 í sýningarleik í Kringlunni. Guðmundur vakti mikla athygli landans þegar hann varð Íslandsmeistari árið 1994, þá ekki nema 11 ára gamall. Þeim titli hefur hann haldið allar götur síðan, eða í 13 ár samfleytt. Hann er einnig núverandi Norður-Evrópumeistari, bæði í einliða- og tvíliðaleik, og fyrrverandi Noregsmeistari og Bretlandseyjameistari. Auk þess hefur Guðmundur unnið til fjölda verðlauna, bæði hér heima og erlendis. Mótherji Guðmundar er heldur ekki af lakari endanum. Svíinn Cyprian Asamoah er fyrrverandi Norður-Evrópumeistari (2002) og hefur unnið fjölda annarra titla á alþjóðlegum vettvangi. Þeir félagar þekkjast vel, enda hafa þeir spilað saman með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö undanfarin tvö ár. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Guðmundur og Cyprian takast á í leik. Fyrir þremur árum mættust þeir í sýningarleik í íþróttahúsi Smárans og endaði sá bardagi með glæstum sigri Guðmundar. Svíinn vann fyrstu lotuna, 16:14, en þá sagði okkar maður hingað og ekki lengra og vann næstu fjórar lotur, 11:7, 11:7, 11:6 og 11:9. Norður-Evrópumótið 2006Þátttökuþjóðir á Norður-Evrópumótinu eru Íslands, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Eistland og Litháen. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið.Á mótinu mun Guðmundur freista þess að verja titilinn frá 2004, Norður-Evrópumeistari í borðtennis.Keppt er í liðakeppni karla og kvenna, einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarkeppni. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið. Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna og tvíliðaleik karla og kvenna fara fram sunnudaginn 4. maí klukkan 11:00 - 13:00. Liða- og tvenndarkeppni lýkur laugardaginn 3. júní.Verðlaunaafhending fer fram klukkan 14:00 á sunnudeginum.Frá FF Malmö til Eslöv Eins og fram hefur komið hefur Guðmundur leikið undanfarin tvö ár með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö og náð þar góðum árangri. Hann, ásamt félögum sínum, hefur þó orðið að láta sér lynda silfrið í sænsku deildinni þar sem nágrannar þeirra í Eslöv hafa hreppt titilinn undanfarin ár. Guðmundur hefur því tekið ákvörðun um að flytja sig til og mun hann leika með Eslöv á næstu leiktíð, þar sem hann kemur einnig til með að spila í meistaradeild Evrópu. Íþróttir Lífið Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi Norður-Evrópumeistarar í borðtennis munu heyja einvígi í Kringlunni í dag klukkan hálf sex. Leikurinn er í tilefni Norðurlandamóts sem fram fer í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í Reykjavík nú um helgina. Guðmundur E. Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis og núverandi Norður-Evrópumeistari, mætir í dag sænska leikmanninum Cyprian Asamoah, Norður-Evrópumeistara 2002 í sýningarleik í Kringlunni. Guðmundur vakti mikla athygli landans þegar hann varð Íslandsmeistari árið 1994, þá ekki nema 11 ára gamall. Þeim titli hefur hann haldið allar götur síðan, eða í 13 ár samfleytt. Hann er einnig núverandi Norður-Evrópumeistari, bæði í einliða- og tvíliðaleik, og fyrrverandi Noregsmeistari og Bretlandseyjameistari. Auk þess hefur Guðmundur unnið til fjölda verðlauna, bæði hér heima og erlendis. Mótherji Guðmundar er heldur ekki af lakari endanum. Svíinn Cyprian Asamoah er fyrrverandi Norður-Evrópumeistari (2002) og hefur unnið fjölda annarra titla á alþjóðlegum vettvangi. Þeir félagar þekkjast vel, enda hafa þeir spilað saman með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö undanfarin tvö ár. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Guðmundur og Cyprian takast á í leik. Fyrir þremur árum mættust þeir í sýningarleik í íþróttahúsi Smárans og endaði sá bardagi með glæstum sigri Guðmundar. Svíinn vann fyrstu lotuna, 16:14, en þá sagði okkar maður hingað og ekki lengra og vann næstu fjórar lotur, 11:7, 11:7, 11:6 og 11:9. Norður-Evrópumótið 2006Þátttökuþjóðir á Norður-Evrópumótinu eru Íslands, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Eistland og Litháen. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið.Á mótinu mun Guðmundur freista þess að verja titilinn frá 2004, Norður-Evrópumeistari í borðtennis.Keppt er í liðakeppni karla og kvenna, einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarkeppni. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið. Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna og tvíliðaleik karla og kvenna fara fram sunnudaginn 4. maí klukkan 11:00 - 13:00. Liða- og tvenndarkeppni lýkur laugardaginn 3. júní.Verðlaunaafhending fer fram klukkan 14:00 á sunnudeginum.Frá FF Malmö til Eslöv Eins og fram hefur komið hefur Guðmundur leikið undanfarin tvö ár með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö og náð þar góðum árangri. Hann, ásamt félögum sínum, hefur þó orðið að láta sér lynda silfrið í sænsku deildinni þar sem nágrannar þeirra í Eslöv hafa hreppt titilinn undanfarin ár. Guðmundur hefur því tekið ákvörðun um að flytja sig til og mun hann leika með Eslöv á næstu leiktíð, þar sem hann kemur einnig til með að spila í meistaradeild Evrópu.
Íþróttir Lífið Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira