Sport

Alfreð hafði sigur gegn sínum gömlu félögum

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Gummersbach lögðu fyrrum félaga hans í Magdeburg í dag og sagðist Alfreð stoltur af frammistöðu sinna manna, en þeirra bíður erfitt verkefni á miðvikudag á útivelli gegn Kiel
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Gummersbach lögðu fyrrum félaga hans í Magdeburg í dag og sagðist Alfreð stoltur af frammistöðu sinna manna, en þeirra bíður erfitt verkefni á miðvikudag á útivelli gegn Kiel mynd/pjetur

Fjögur lið eru enn taplaus í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar aðeins einum leik er ólokið í þriðju umferðinni. Átta leikir voru á dagskrá deildarkeppninnar í dag og þar voru Íslendingarnir áberandi eins og venjulega.

Grosswallstadt vann góðan útisigur á Melsungen á útivelli 25-20. Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Grosswallstadt og Alexander Petersson skoraði 4 mörk.

Gummersbach lagði Magdeburg 31-26. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Gummersbach með 7 mörk og Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk. Alfreð Gíslason vann þar með góðan sigur á sínum gömlu félögum í Magdeburg.

Lærisveinar Viggós Sigurðssonar í Flensburg unnu sinn þriðja sigur í röð þegar þeir lögðu Lubbecke 34-28 á útivelli. Þórir Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Lubbecke.

Kronau Östringen lagði Wilhelmshavener 33-30 á heimavelli. Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Wilhelmshavener.

Lemgo burstaði nýliða Hildesheim 34-20. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 5 mörk fyrir Lemgo og Logi Geirsson skoraði 3 mörk.

Göppingen vann auðveldan sigur á Dusseldorf 33-19 þar sem Jaliesky Garcia Padron skoraði 4 mörk fyrir Göppingen.

Nordhorn vann sigur á botnliði Minden 32-25 þar sem Einar Örn Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Minden og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6 mörk.

Loks vann Hamburg sigur á Balingen 33-25. Á morgun eigast svo Kiel og Wetzlar við í lokaleik umferðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×