Nú er kominn hálfleikur í fyrstu þremur leikjum sumarsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Það var Keflvíkingurinn Símun Samuelsen sem skoraði fyrsta mark sumarsins þegar hann kom Keflvíkingum yfir gegn ÍBV í Eyjum, en Bo Henriksen jafnaði síðar leikinn úr vítaspyrnu.
Arnar Gunnlaugsson skoraði mark Skagamanna sem gegn Grindvíkingum suður með sjó, en Mounir Ahandour jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok hálfleiksins. Ekkert mark hefur verið skorað í leik Víkings og Fylkis á Víkingsvelli.