Enski boltinn

Meiðsli hjá Manchester City

Andreas Isaksson verður frá keppni í mánuð vegna hnémeiðsla
Andreas Isaksson verður frá keppni í mánuð vegna hnémeiðsla NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City hefur tilkynnt að markvörðurinn Andreas Isaksson og varnarmaðurinn Hatem Trabelsi verði frá keppni næsta mánuðinn vegna meiðsla og eykur það enn á ófarir liðsins í upphafi leiktíðar, en City er í sautjánda sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig að loknum fimm leikjum.

Sænski landsliðsmarkvörðurinn Isaksson hefur enn ekki spilað leik með City og nú verður enn frekari bið á því eftir að hann meiddist á hné á æfingu. Trabelsi lék sinn fyrsta leik með liðinu um helgina en hann meiddist á nára og er talið að þeir munu báðir þurfa mánuð til að jafna sig af meiðslum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×