Sport

Marion Jones ætti að hætta keppni

Marion Jones
Marion Jones NordicPhotos/GettyImages

Heimsmethafinn í 200 og 400 metra hlaupi, Michael Johnson, segir að landa sín Marion Jones ætti að sjá sóma sinn í því að hætta keppni eftir að hún slapp með skrekkinn við að falla á lyfjaprófi á dögunum. Jones hefur lengi verið sökuð um að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn á hlaupabrautinni, en enn hefur ekkert slíkt sannast á hana.

"Ég á erfitt með að sjá að hún geti lagað ímynd sína úr því sem komið er og því ætti hún að gera sjálfri sér og íþróttinni þann greiða að leggja skóna á hilluna. Ég held líka að hún sé komin yfir sitt besta sem íþróttamaður og nái aldrei að komast aftur í það form sem gerði hana að einni vinsælustu og frægustu íþróttakonu í heiminum.

Hún er búin að vera í innsta hring ásakana um lyfjaneyslu allan sinn feril og ekki hefur félagsskapurinn sem hún hefur valið sér orðið til að bæta það, enda er þar inn á milli fólk sem hefur verið partur af stærstu lyfjaskandölum síðari ára í frjálsum íþróttum,"sagði Johnson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×