Enski boltinn

Úrvalsdeildarliðin sluppu með skrekkinn

Leroy Lita skoraði tvö mörk fyrir Reading í naumum sigri liðsins á Darlington
Leroy Lita skoraði tvö mörk fyrir Reading í naumum sigri liðsins á Darlington NordicPhotos/GettyImages

Úrvalsdeildarliðin Watford og Reading sluppu með skrekkinn í kvöld þegar þau lögðu lægra skrifaða andstæðinga sína í enska deildarbikarnum eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Brynjar Björn Gunnarsson spilaði 120 mínútur fyrir Reading þegar liðið vann Darlington í vítakeppni.

Reading hafði sannarlega heppnina með sér á heimavelli gegn Darlington, en gestirnir voru yfir þegar skammt var til leiksloka, en Reading náði að tryggja sér framlengingu eftir að jafnt var 3-3 að loknum venjulegum leiktíma og þá höfðu gestirnir verið manni færri í rúman stundarfjórðung. Leroy Lita skoraði tvö marka Reading, en gamla kempan Julian Joachim skoraði tvö fyrir Darlington. Brynjar Björn Gunnarsson spilaði allar 120 mínúturnar í liði Reading - sem tryggði sér svo sigur 4-2 í vítakeppninni.

Watford náði ekki að skora í venjulegum leiktíma og framlengingu gegn þriðjudeildarliði Accrington, en hafði að lokum sigur í vítakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×