Enski boltinn

Vill aldrei fara til Englands aftur

Jose Antonio Reyes vill ekki sjá það að snúa aftur til Englands
Jose Antonio Reyes vill ekki sjá það að snúa aftur til Englands NordicPhotos/GettyImages

Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes sem nú leikur sem lánsmaður hjá Real Madrid frá enska félaginu Arsenal, segist aldrei geta hugsað sér að spila á Englandi aftur. Reyes fór sem lánsmaður til Real í skiptum fyrir Julio Baptista í sumar og búist er við því að sú ráðstöfun verði gerð varanleg fljótlega.

"Ég lít nú ekki þannig á að mér hafi mistekist á Englandi, en enski boltinn er mjög erfiður. Ég náði aldrei að festa mig í sessi á Englandi og það gerði fjölskyldan mín ekki heldur, svo ég get ekki hugsað mér að snúa aftur þangað. Það er leiðinlegt á Englandi, allir staðir loka snemma og maður hefur nákvæmlega ekkert við að vera þar. Ég myndi kannski ekki taka svo djúpt í árina að segja að það sé léttir að vera kominn aftur til Spánar, en mig langaði alltaf að leika með Real Madrid og hér vil ég vera áfram og reyna að vinna titla með félaginu," sagði Reyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×