Enski boltinn

Þáttur BBC var eintómar nornaveiðar

Arsene Wenger
Arsene Wenger NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger hefur ekki mikið álit á vinnubrögðum manna í sjónvarpsþættinum Panorama sem sýndur var á BBC í vikunni og gerði allt vitlaust í ensku knattspyrnunni. Wenger líkir ásetningi framleiðandanna við nornaveiðar.

"Ef menn gerast sekir um eitthvað á borð við það sem er talað um í þessum þætti, ætti sannarlega að refsa þeim og þetta ætti við mig sjálfan líka," sagði Wenger. Mér þykja vinnubrögðin á bak við Panorama-þáttinn nokkuð vafasöm og ég held að sé aldrei gott að slá svona löguðu upp í fjölmiðlum áður en nokkuð er athugað. Þetta minnir mig nokkuð á nornabrennurnar hér fyrr á öldum," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×