Enski boltinn

Skorar á áhorfendur að hylla Woodgate

Gareth Southgate
Gareth Southgate NordicPhotos/GettyImages

Gareth Southgate hefur nú enn og aftur skorað á stuðningsmenn Middlesbrough að taka vel og hressilega á móti varnarmanninum Jonathan Woodgate þegar hann spilar sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið á morgun.

Soutgate spilaði sjálfur í hjarta varnarinnar þangað til í vor þegar hann tók við stöðu knattspyrnustjóra félagsins af Steve McClaren, en Southgate hefur alla tíð verið í miklu uppáhaldi hjá þeim.

"Ég hef alltaf átt gott samband við stuðningsmenn þeirra liða sem ég hef leikið með, en það var mjög sérstakt hérna hjá Boro - sérstaklega í ljósi þess að ég er frá London. Ég á því von á því að stuðningsmennirnir taki frábærlega á móti Woodgate þegar hann verður með fyrirliðabandið í sínum fyrsta leik á Riverside á morgun - enda er hann fæddur og uppalinn hérnaá svæðinu," sagði Southgate, en hann rekur nú mikinn áróður fyrir því að Woodgate gangi formlega í raðir Boro frá Real Madrid.

Woodgate kom til félagsins í sumar á lánssamningi frá spænska liðinu, en hefur verið meiddur meira og minna alla sína tíð hjá Real. Hann hefur þó byrjað leikferil sinn með sóma hjá Middlesbrough og hefur verið eins og klettur í vörninni í þeim tveimur deildarleikjum sem hann hefur spilað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×