Sport

Sheringham til Djurgarden?

Gæti spilað við hlið Teddy Sheringham í vetur.
Gæti spilað við hlið Teddy Sheringham í vetur. Getty Images

Gamla kempan Teddy Sheringham gæti verið á leið til sænsku meistaranna í Djurgarden, ef eitthvað er að marka orð stjórnarformanns félagsins. Sem kunnugt er leika Íslendingarnir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen með liðinu.

Sheringam hefur fallið enn aftar í goggunarröðinni hjá West Ham með komu Carlos Tevez til félagsins en hann hefur sýnt að þrátt fyrir háan aldur er hann enn í fullu fjöri. Djurgarden er ríkasta félag Svíþjóðar og hefur lagt mikinn metnað í að fá til liðsins alþjóðlegar stórstjörnur og er þá skemmst að minnast Frakkans Ibrahim Ba sem lék með liðinu í fyrra.

"Við erum að skoða möguleikana fyrir því að fá Sheringam en það er ekkert öruggt," sagði Bo Anderson, stjórnarformaður félagsins, við Fotboldirekt í Svíþjóð en Sheringham lék einmitt með Djurgarden áður en hann sló í gegn í Englandi. "Það er fólk viðriðið félagið nú sem hann þekkir frá tíma sínum hér áður fyrr. Við erum að vona að þessi tengsl geti hjápað okkur," sagði Anderson jafnframt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×