Enski boltinn

Henry líklega frá keppni út árið

Thierry Henry verður lítið með Arsenal í jólatörninni miklu
Thierry Henry verður lítið með Arsenal í jólatörninni miklu NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist óttast að framherjinn Thierry Henry verði frá keppni alla jólavertíðina vegna meiðsla. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Henry sé ekki meiddur heldur eigi hann í deilum við stjóra sinn og stjórn félagsins, en Wenger segir að hann sé bæði meiddur á hálsi og á læri.

"Henry er byrjaður í endurhæfingu því hann er enn ekki laus við meiðsli sín aftan í læri. Við vonum að hann nái sér vel á strik í endurhæfingunni svo hann geti spilað aftur sem fyrst, en hálsmeiðsli hans eru að verða úr sögunni. Það er lærið sem er mesta áhyggjuefnið í augnablikinu og ef við eigum að vera raunsæir held ég að hann verði frá keppni fram að áramótum," sagði Wenger og bætti því við að William Gallas yrði frá keppni í að minnsta kosti viku í viðbót - jafnvel tvær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×