Menning

Síðasta sýning

Óperan skuggaleikir síðasta sýningin er í kvöld.
Óperan skuggaleikir síðasta sýningin er í kvöld.

Lokasýning á óperunni Skuggaleikir verður í Íslensku óperunni í Ingólfsstræti í kvöld. Óperan er byggð á sögunni Skugganum eftir H.C Andersen og í verkinu takast á öfl hins góða og illa en höfundar hennar eru Karólína Eiríksdóttir og skáldið Sjón.

Einsöngvarar eru Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, og Sverrir Guðjónsson, kontratenór en hljómsveitarstjóri er Guðni Franzson.

Leikstjóri er Messíana Tómasdóttir og hún hannar einnig búninga og brúður en sýningin hefur hlotið lof gagnrýnenda fyrir einstaklega fallegt útlit.

Verkið er samstarfsverkefni Óperunnar og Strengjaleikhússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×