Innlent

Listaverk og skrímsli í Faxaskála

Vinnuvélar, sem minna einna helst á skrímsli úr vísindaskáldsögu, rífa nú í sig leifarnar af Faxaskála við Reykjavíkurhöfn. Aðkoman á vinnusvæðinu líkist heimkynnum skrímslanna í slíkri sögu eða jafnvel vígvelli.

Það er engu líkara en að við séum stödd á óskligreindum vígvelli þar sem illvígar skepnur ráða ríkjum og festa tönn á hverju því sem á vegi þeirra verður. Ef við leyfum ímyndunaraflinu að leika lausum hala þá má sjá á þessum myndum glitta í ógurleg skrímsli og eyðileggingu af þeirra völdum sem myndi sæma sér vel í kvikmynd eða vísindaskáldsögu.

Það er engu líkara en að við séum stödd á óskligreindum vígvelli þar sem illvígar skepnur ráða ríkjum og festa tönn á hverju því sem á vegi þeirra verður. Ef við leyfum ímyndunaraflinu að leika lausum hala þá má sjá á þessum myndum glitta í ógurleg skrímsli og eyðileggingu af þeirra völdum sem myndi sæma sér vel í kvikmynd eða vísindaskáldsögu.

Raunveruleikinn er þó allur annar. Myndirnar eru af niðurrifi Faxaskála sem nú víkur fyrir tónlistar og ráðstefnuhúsi. Skálinn sem var byggður á árunum 1968 til 1970 af Eimskipafélagi Íslands var sterklega byggður enda sérstaklega hannaður fyrir vörubretti sem þá ruddu sér rúms. Því hefur það takið tíma að jafna hann við jörðu.

Í rústum skálans má líka sjá listaverk eða skúlptúra eins og þessar myndir sanna

Það er Austurhöfn sem hefur yfirumsjón með verkinu og er gert ráð fyrir að niðurrif á skálanum ljúki á næstunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×