Innlent

Eiðakirkja 120 ára í dag

Í dag er þess minnst að 120 ár eru liðin frá vígsluafmæli Eiðakirkju.
Í dag er þess minnst að 120 ár eru liðin frá vígsluafmæli Eiðakirkju.

Í dag, sunnudaginn 5. nóvember, verður þess minnst að 120 ár eru liðin frá vígsluafmæli Eiðakirkju. Í tilefni þess verður hátíðarmessa í kirkjunni kl. 14 þar sem hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup Hólastiftis, predikar og Jóhanna Sigmarsdóttir sóknaprestur þjónar fyrir altari.

Þá verður nýtt safnaðarheimili blessað að lokinni athöfn og boðið upp á kaffi í Kirkjumiðstöðinni.

Kirkjan á Eiðum var bændakirkja allt til ársins 1886 en þá keyptu Múlasýslur staðinn til að koma á fót búnaðarskóla á Eiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×