Fótbolti

Real Madrid tapaði á heimavelli

Leikmenn Real Madrid fagna hér marki Emerson í kvöld. Það mark dugði skammt því liðið fékk á sig tvö mörk og tapaði þannig þremur dýrmætum stigum.
Leikmenn Real Madrid fagna hér marki Emerson í kvöld. Það mark dugði skammt því liðið fékk á sig tvö mörk og tapaði þannig þremur dýrmætum stigum. Getty Images

Stjörnum prýtt lið Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli fyrir Celta Vigo, 1-2, í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sevilla er á toppi deildarinnar eftir leiki helgarinnar.

Brasilíski framherjinn Ronaldo var í byrjunarliði Real í kvöld en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Anderson Nene kom gestunum yfir á 26. mínútu en Emerson jafnaði metin með góðum skalla aðeins sjö mínútum síðar. Það var síðan Jorge sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki átta mínútum fyrir leikslok.

David Beckham var á varamannabekk Real í leiknum en liðið er í fjórða sæti deildarinnar eftir tapið með 17 stig, þremur stigum á eftir Barcelona sem er í öðru sæti. Á toppnum situr hins vegar Sevilla með 21 stig eftir öruggan sigur á Osasuna á heimavelli sínum fyrri í dag, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×