Fótbolti

Peningasekt er ekki nóg fyrir ríku liðin

Lennart Johansson vill að Chelsea verði refsað öðruvísi en með peningasektum.
Lennart Johansson vill að Chelsea verði refsað öðruvísi en með peningasektum. Getty Images

Lennart Johansson, forseti knattspyrnusambands Evrópu, vill að refsingum fyrir ríkari félög verði breytt ef þau fara yfir strikið.

Englandsmeistarar Chelsea fengu sex gul spöld í leiknum gegn Barcelona í síðustu viku en reglur keppninnar kveða á um að fái lið fleiri en fimm gul spjöld skulu þau sektuð. Sú sekt sem Chelsea fékk eru algjörir smáaurar fyrir félagið og vart hægt að kalla hana refsingu.

"Það verður að notast við öðruvísi refsingar þegar lið eins og Chelsea eiga í hlut. Þegar félag eins og það fer yfir strikið þá fær það enga refsingu því svona sektir skipta það engu máli," sagði Johansson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×