Sport

Heimsmeistarinn handleggsbrotinn

Sebastien Loeb verður ekki með í Tyrklandi þann 13. október
Sebastien Loeb verður ekki með í Tyrklandi þann 13. október AFP

Vonir heimsmeistarans Sebastien Loeb um að vinna sinn þriðja titil í röð í rallakstri hafa nú minnkað til muna eftir að kappinn datt af baki fjallahjóli sínu í Sviss með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Loeb hefur reyndar 35 stiga forskot í stigakeppni ökumanna, en ljóst þykir að hann muni missa af Tyrklandsrallinu sem fram fer um miðjan næsta mánuð.

Alls eru 12 af 15 mótum ársins þegar búin og í raun nægir honum að koma einu sinni í viðbót í mark á undan sínum helsta keppinaut - eða hafna í fjórða sæti ef Grönholm sigrar - til að tryggja sér þriðja titilinn í röð.

Loeb hefur þegar fest sig í sessi sem einn besti ökuþór allra tíma í rallinu og hefur enginn unnið fleiri sigra en hann í sögunni. Næsta keppni eftir Tyrklandsrallið er í Ástralíu um mánaðarmótin október-nóvember og standa vonir manna til þess að hann verði búinn að jafna sig fyrir þann tíma.

Loeb er 32 ára gamall og ekur fyrir Kronos Citroen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×