Fótbolti

Sögulegur leikur í Moskvu í kvöld

Spartak reið ekki feitum hesti frá síðustu viðureign sinni í Meistaradeildinni þegar það tapaði 4-0 fyrir Bayern Munchen
Spartak reið ekki feitum hesti frá síðustu viðureign sinni í Meistaradeildinni þegar það tapaði 4-0 fyrir Bayern Munchen NordicPhotos/GettyImages

Leikur Spartak Moskvu og Sporting Lissabon á Luzhniki Stadium verður kannski ekki stærsti leikurinn sem verður á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en hann verður þó merkilegur fyrir þær sakir að þetta verður í fyrsta sinn sem leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verður háður á gervigrasvelli.

Gengi Spartak hefur ekki verið sérlega glæsilegt til þessa í Meistaradeildinni því liðið hefur tapað 8 leikjum í röð og ekki unnið sigur í 18 leikjum í röð. Liðið tapaði síðast 4-0 fyrir Bayern Munchen í Evrópukeppninni, en hefur gengið þokkalega í deildinni heimafyrir síðan.

Sporting hefur gengið öllu betur í Evrópu, en þó liðið hafi tapað 7 síðustu leikjum sínum, náði það að vinna frækinn heimasigur á Inter Milan á dögunum.

Leikmenn og þjálfarar liðanna hafa ekki miklar áhyggjur af því að spila á gervigrasi, en markvörður Sporting, Ricardo, segir þó að venjast þurfi þessum ólíku skilyrðum. "Boltinn skoppar miklu meira á gervigrasinu og því þurfum við markverðirnir að vera vel á tánum," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×