Sport

Mourinho stjóri ársins

Jose Mourinho
Jose Mourinho NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho var í morgun kjörinn knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni en sérstök nefnd þjálfara, leikmanna og stuðningsmanna stendur að valinu. Undir stjórn Mourinho vann Chelsea annan meistaratitil sinn í röð, en það afrek hefur aðeins Manchester United unnið síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.

"Þessi verðlaun bera vott um stöðugleika og frábæra vinnu allra hjá félaginu yfir allt tímabilið," sagði Mourinho, en hann var aldrei kosinn þjálfari mánaðarins á tímabilinu. "Það hafa fleiri stjórar en ég náð frábærum árangri í vetur, eins og Mark Hughes með Blackburn, Alan Pardew með West Ham og Paul Jewell með Wigan. Manchester United, Liverpool og Arsenal-liðin voru auðvitað öll að reyna að vinna deildina, en það mistókst þeim í þetta sinn," sagði Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×