Lífið

Björk valin sérvitrasta dægurstjarna heims

Mynd/AFP

Breskt blað hefur valið íslensku söngkonuna Björk Guðmundsdóttur sérvitrustu dægurstjörnu heims. 

Það var breska blaðið Homes and antiques sem veitir björk þennan titil en blaðið er í eigu breska ríkisútvarpsins, BBC. Það voru tæplega sex þúsund lesendur blaðsins sem greiddu atkvæði. 

Björk lagði ekki ómerkari stjörnur en gömlu hnefaleikakempuna Chris Eubank, rokkarann Ozzy Osbourne, tískuhönnuðinn Vivienne Westwood og Uri Geller. Ritstjóri blaðsins segir að lesendur hafi veitt Björk þennan titil þar sem hún hafi afar sérstakan fatasmekk auk þess sem hún semji einstaka tónlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.