Belgíska tenniskonan Kim Clijsters gæti þurft að sleppa þátttöku á opna ástralska meistaramótinu um helgina eftir að hún hætti keppni á öðru móti sem fram fer í Sidney um þessar mundir. Clijsters er meidd á mjöðm og mun gangast undir frekari rannsóknir á morgun. "Ég finn mikið til og á erfitt með að ganga upp tröppur. Þetta er mikið áfall fyrir mig," sagði Clijsters.
Clijsters tæp fyrir opna ástralska
