Sport

Houston - Dallas í beinni

Dirk Nowitzki og félagar í Dallas ættu ekki að verða í teljandi vandræðum með Houston í nótt, en þó er engin leið að segja fyrir um úrslit í NBA eins og stórsigur Sacramento á Phoenix liðna nótt gaf til kynna
Dirk Nowitzki og félagar í Dallas ættu ekki að verða í teljandi vandræðum með Houston í nótt, en þó er engin leið að segja fyrir um úrslit í NBA eins og stórsigur Sacramento á Phoenix liðna nótt gaf til kynna NordicPhotos/GettyImages

Í kvöld verður á dagskrá Texasslagur á NBA TV á Digital Ísland, þegar Houston Rockets tekur á móti Dallas Mavericks. Það eina sem þessi lið eiga sameiginlegt í dag er að vera frá Texas, því gengi þeirra hefur verið gjörólíkt í vetur. Leikurinn hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti.

Dallas hefur gengið vonum framar þrátt fyrir nokkur meiðsli leikmanna liðsins og hefur unnið 28 leiki og tapað aðeins 10. Houston hefur aftur á móti gengið afleitlega án þeirra Tracy McGrady og Yao Ming, sem hafa misst úr marga leiki í vetur. Houston hefur tapað sex leikjum í röð og hefur aðeins unnið þrjá leiki á heimavelli í allan vetur. Auk þess hefur liðið tapað öllum 12 leikjunum sem McGrady hefur misst úr vegna meiðsla, svo eðlilegt er að stuðningsmenn liðsins voni að hann verði með í kvöld.

Vonast er til að Tracy McGrady geti spilað með Houston í kvöld, en hann er stigahæsti leikmaður liðsins með um 25 stig að meðaltali í leik. Dirk Nowitzki er aðalstjarna Dallas og skorar að meðaltali 26 stig og hirðir 8,6 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×