Sport

Loeb bjartsýnn fyrir Monte Carlo

Sebastien Loeb keppir áfram á Citroen þó bílaframleiðandinn hafi dregið sig úr keppni
Sebastien Loeb keppir áfram á Citroen þó bílaframleiðandinn hafi dregið sig úr keppni AFP

Heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb, er bjartsýnn á að geta unnið þriðja titil sinn í röð á næsta keppnistímabili, þrátt fyrir að þurfa að keppa fyrir einkaaðila á árinu eftir að lið Citroen ákvað að hætta að reka lið í heimsmeistarakeppninni.

Loeb vann mótið með fádæma yfirburðum í fyrra, en hann mun aka fyrir belgíska liðið Konos á næsta tímabili sem hefst um helgina í Monte Carlo þar sem Loeb hefur unnið fjögur ár í röð . "Ég fer varlega í yfirlýsingarnar, en ég hef fulla trú á sjálfum mér. Það verður mikil áskorun að verja titilinn hjá einkareknu liði, en ég finn mig alltaf vel á Monte Carlo," sagði Loeb, sem væntanlega fær harða samkeppni frá liðum Ford og Subaru sem eru einu bílaframleiðendurnir sem halda úti liðum í rallinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×