Vel heppnuð endurkoma Saunders 25. janúar 2006 14:23 Chauncey Billups hitti aðeins úr einu af sjö skotum í fyrri hálfleiknum gegn Minnesota, en tók öll völd á vellinum í þeim síðari. Hann endaði með 27 stig, þar af 6 þriggja stiga körfur. NordicPhotos/GettyImages Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Billups lék sjálfur um tíma með Minnesota og hann skoraði 27 stig í nótt og átti 8 stoðsendingar, en hann skoraði aðeins eina körfu utan af velli í fyrri hálfleiknum. Kevin Garnett skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota, sem sá aldrei til sólar í síðari hálfleik. Cleveland tók Indiana í kennslustund á heimavelli sínum 96-66. Lebron James skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Stephen Jackson skoraði 17 fyrir Indiana, sem missti Jermaine O´Neal meiddan af velli í fjórða leikhluta. Orlando vann nokkuð óvæntan sigur á Phoenix á heimavelli sínum, þar sem liðið var jafnframt að vinna sinn sjöunda leik í röð. Hedo Turkoglu skoraði 30 stig fyrir Orlando, en Shawn Marion var með 26 stig og 16 fráköst hjá Phoenix. Philadelphia lagði Sacramento 109-103. Allen Iverson skoraði 41 stig fyrir Philadelphia og Mike Bibby skoraði 44 stig fyrir Sacramento. Miami sigraði Memphis 94-82. Bobby Jackson skoraði 22 stig fyrir Memphis en Dwayne Wade skoraði 25 fyrir Miami. Loks vann San Antonio auðveldan sigur á Charlotte 104-76, þrátt fyrir að notast við varamenn sína nær allan síðari hálfleikinn. Beno Udrih skoraði 17 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá San Antonio, en Jumaine Jones skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst hjá meiðslum hrjáðu liði Charlotte. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Billups lék sjálfur um tíma með Minnesota og hann skoraði 27 stig í nótt og átti 8 stoðsendingar, en hann skoraði aðeins eina körfu utan af velli í fyrri hálfleiknum. Kevin Garnett skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota, sem sá aldrei til sólar í síðari hálfleik. Cleveland tók Indiana í kennslustund á heimavelli sínum 96-66. Lebron James skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Stephen Jackson skoraði 17 fyrir Indiana, sem missti Jermaine O´Neal meiddan af velli í fjórða leikhluta. Orlando vann nokkuð óvæntan sigur á Phoenix á heimavelli sínum, þar sem liðið var jafnframt að vinna sinn sjöunda leik í röð. Hedo Turkoglu skoraði 30 stig fyrir Orlando, en Shawn Marion var með 26 stig og 16 fráköst hjá Phoenix. Philadelphia lagði Sacramento 109-103. Allen Iverson skoraði 41 stig fyrir Philadelphia og Mike Bibby skoraði 44 stig fyrir Sacramento. Miami sigraði Memphis 94-82. Bobby Jackson skoraði 22 stig fyrir Memphis en Dwayne Wade skoraði 25 fyrir Miami. Loks vann San Antonio auðveldan sigur á Charlotte 104-76, þrátt fyrir að notast við varamenn sína nær allan síðari hálfleikinn. Beno Udrih skoraði 17 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá San Antonio, en Jumaine Jones skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst hjá meiðslum hrjáðu liði Charlotte.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira