Sport

Super Aguri verður ellefta liðið

Takuma Sato er talinn líklegur til að hreppa ökumannssæti hjá Super Aguri
Takuma Sato er talinn líklegur til að hreppa ökumannssæti hjá Super Aguri NordicPhotos/GettyImages

Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, samþykkti í dag formlega að veita liði Super Aguri keppnisrétt í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili og verður liðið því það ellefta sem keppir um heimsmeistaratitilinn í ár.

Liðið mun keppa með Honda-vélar og verður þetta í fyrsta skipti síðan árið 2002 sem ellefu lið keppa í Formúlu 1. "Ég er þakklátur fyrir allan þann stuðning sem lið okkar hefur fengið frá hinum keppnisliðunum og hlakka til að mæta þeim á brautinni í Bahrain," sagði Aguri Susuki, yfirmaður liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×