Sport

Raikkönen hefur áhyggjur

Kimi Raikkönen hefur áhyggjur af því að McLaren vélin verði í sömu vandræðum og í fyrra
Kimi Raikkönen hefur áhyggjur af því að McLaren vélin verði í sömu vandræðum og í fyrra NordicPhotos/GettyImages

Finnski ökuþórinn Kimi Raikönnen segir að lið McLaren Mercedes verði að láta hendur standa fram úr ermum á næstunni, því hann hafi áhyggjur af vél nýja bílsins sem þegar sé farin að verða liðinu til trafala á fyrstu æfingum tímabilsins.

Raikkönen ók eins og flestir muna einstaklega vel á síðasta tímabili og var oftar en ekki á lang hraðskreiðasta bílnum, en tíðar bilanir urðu liðinu að falli í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.

"Vélarnar eru alls ekki þar sem þær ættu að vera og við verðum að bæta það. Þetta er klárlega veikasti hlekkurinn hjá liðinu í dag, því við höfum verið iðnir við prófanir að undanförnu, en erum enn langt frá því ná viðunandi árangri," sagði Raikkönen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×