Sport

Einar ekki með gegn Norðmönnum

Einar Hólmgeirsson fékk slæmt höfuðhögg og hlaut heilahristing í leiknum við Króata í dag og verður varla meira með liðinu á mótinu
Einar Hólmgeirsson fékk slæmt höfuðhögg og hlaut heilahristing í leiknum við Króata í dag og verður varla meira með liðinu á mótinu Mynd/Pjetur

Skyttan Einar Hólmgeirsson verður ekki með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins í milliriðlum á morgun eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum gegn Króatíu í dag. Einar var að sögn nafna hans Þorvarðarsonar langt fram í síðari hálfleikinn að ná áttum þar sem læknar stumruðu yfir honum við hliðarlínuna.

Einar Þorvarðarson segir að útlit sé fyrir að nafni sinn verði ekki meira með liðinu í keppninni vegna meiðsla sinna, en hann er einnig mjög bólginn við gagnaugað. Einar segir að þrátt fyrir tapið sé góður andi í íslenska liðinu, þó vissulega sé komin þreyta í lykilmenn liðsins sem fá lítið að hvíla sökum þeirra skarða sem höggvin hafa verið í liðið á síðasta sólarhring.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×