Sport

Guðjón Valur ekki sáttur

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson

"Við töpum þessu á eigin klaufaskap því ég get ekki séð að þeir hafi verið neitt betri en við," sagði hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hundsvekktur í leikslok, eftir að Íslendingar töpuðu fyrir Króötum í dag.

"Við gerðum óhemju dýrar vitlausur og okkur var refsað fyrir það. Menn trúðu því að þeir gátu unnið en við vorum ekki nógu agaðir síðustu tíu mínúturnar. Við fengum svo sannarlega tækifæri í leiknum en nýttum þau ekki því miður. Vonandi lærum við af þessu og gerum betur næst," sagði Guðjón sem vill ekki meina að þreyta hafi átt hlut í tapinu.

"Öll lið eru orðin þreytt og það er engin afsökun að segja að liðið sé þreytt enda erum við að spila jafn mikið og hin liðin. Þetta er líka spurning um einbeitingu og við munum ekki skýla okkur á bak við einhverja þreytu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×