Sport

Mosley þrýstir á keppnisliðin

Það mun væntanlega ráðast á næstu vikum og mánuðum hvort af yfirvofandi klofningi verður í Formúlu 1
Það mun væntanlega ráðast á næstu vikum og mánuðum hvort af yfirvofandi klofningi verður í Formúlu 1 NordicPhotos/GettyImages

Max Mosley hefur nú gefið það út að keppnisliðin sem enn hafi ekki skuldbundið sig lengur en til ársins 2007 verði gefinn mánaðarfrestur til að semja eftir sérstakan fund sem haldinn verður í næsta mánuði - ella verði þeim gert að hætta keppni.

Ferrari hefur þegar skrifað undir langtímasamning við Mosley og hans menn, en lið eins og Renault, McLaren, Honda, Toyota og BMW-Sauber hafa enn ekki undirritað samninga því þau vilja njóta stærri hluta kökunnar og hafa hótað að stofna sína eigin kappakstursmótaröð.

"Ég vona sannarlega að nýtt fyrirkomulag mælist vel fyrir, því ég hef trú á því að það sé íþróttinni fyrir bestu," sagði Mosley. "Fjögur lið hafa þegar samþykkt tillögur okkar og skrifað undir, önnur fjögur eru á barmi þess og vonandi sjá menn að sér og klára málið frá með farsælum hætti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×