Innlent

60 milljónir í varnaraðgerðir gegn fuglaflensu

MYND/GVA

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að verja hátt í 60 milljónum króna í varnaraðgerðir gagnvart fuglaflensu ef hún verður að heimsfaraldri. Með þessu er búið að verja á annað hundrað milljónum króna í flensuvarnir.

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun hafi verið kynntar tillögur sem hníga að því að efla embætti sóttvarnalæknis og almannavarna og viðbúnað þeirra ásamt því að efla rannsóknir á fuglum. Þær aðgerðir sem samþykkt hafi verið að leita eftir fjárheimildum fyrir kosti um 56 milljónir króna. Jón segir aðspurður að með því hafi um 100 milljónum króna verið varið í viðbúnað vegna fuglaflensu en það sé ljóst að menn þurfi að vinna áfram að málinu. Ef það brjótist út faraldur útheimti það meiri fjármuni, t.d. vegna sóttvarnabúninga fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem kosti allt að 300 milljónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×