Sport

Gunnar íhugar að taka til í herbúðum Stoke

Boskamp og félögum er hollara að fara að rétta lið Stoke við
Boskamp og félögum er hollara að fara að rétta lið Stoke við NordicPhotos/GettyImages

Gunnar Gíslason, stjórnarformaður Stoke City, viðurkennir í viðtali við BBC í dag að hann sé alvarlega að íhuga að hreinsa til í herbúðum Stoke með því að reka alla sem eru við stjórnartaumana hjá liðinu, því gengið hefur verið afar dapurt undanfarið og samstarfið ekki gott.

Stoke hefur ekki unnið í 9 leikjum í röð og hefur ekki skorað mark í tæpar 8 klukkustundir. Knattspyrnustjórinn Johan Boskamp, aðstoðarmaður hans og yfirmaður knattpyrnumála hjá félaginu eiga allir á hættu að missa vinnuna ef svo fer sem horfir að mati Gunnars, ekki síst vegna þess að þeir hafa staðið í innbyrðis deilum í nokkurn tíma.

"Við vorum að vona að þessi mál leystust og vorum ef til vill einum of þolinmóðir,því svo virðist sem hlutirnir séu ekki að róast eins og við vonuðum. Við verðum því greinilega að skoða þann möguleik að láta alla fara," sagði Gunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×