Innlent

Samningur við Eykt samþykktur í bæjarstjórn Hveragerðis

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi umdeildan samning bæjarins við verktakafyrirtækið Eykt um að það fái að byggja allt að 900 íbúðir á 80 hektara landssvæði bæjarins, án útboðs. Meirihlutinn felldi þær tillögur minnihlutans um að fresta afgreiðslunni þar sem annað tilboð hafi borist í framkvæmdina og að málið yrði borið undir atkvæði bæjarbúa, en bæjarstjórn var í gær afhentur undirskriftalisti 400 bæjarbúa, þar sem óskað var eftir frestun. Aldís Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðsimanna, sem eru í minnihluta í bæjarstjórn, segir minnihlutann áskilja sér allan rétt til að leita leiða til að fá þessari ákvröðun hnekkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×