Innlent

Telur samstarf við sjálfstæðismenn ólíklegt eftir kosningar

MYND/Vilhelm

Þingflokksformaður Vinstri - grænna telur afar litlar líkur á meirihlutasamtarfi flokksins og Sjálfstæðisflokksins að loknum borgarstjórnarkosningum í vor. Þá telur hann að Svandís Svavarsdóttir ætti að verða borgarstjóri ef Samfylkingin og Vinstri - grænir vinna áfram saman.

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, var gestur í þættinum Skaftahlíð á NFS á laugardag. Þar var meðal annars rætt um skoðanakönnun sem Félagsvíndastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samfylkinguna á fylgi flokka í borginni. Þar fengu sjálfstæðismenn rúm 45 prósent og sjö borgarfulltrúa og Samfylkingin rúm 40 prósent og sama fjölda borgarfulltrúa. Vinstri - grænir fengju rúm átta prósent og einn fulltrúa og væru þannig í oddaaðstöðu ef þetta yrðu úrslit kosninganna í vor.

Ögmundur vonar að hlutur Vinstri - grænna verði meiri en segir að ef þessi yrði niðurstaðan teldi hann að framhald yrði á samstarfi Samfylkingarinnar og Vinstr- grænna í Reykjavík. Það sé afar ólíklegt að hans mati að vinstri - grænir og sjálfstæðismenn vinni saman því Samfylkingin og Vg hafi átt um margt gott samstarf.

Ögmundur vill að borgarstjóri í slíku samstarfi komi úr röðum Vinstri - grænna. Hann vilji sjá Svandísi Svavarsdóttur, oddvita Vinstri - grænna í komandi borgarstjórnarkosningum, sem borgarstjóra. Hún sé kröftug og hann telji að þar sé á ferðinni stjórnmálamaður sem fólk eigi eftir að sjá mikið af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×