Sport

Nýr verðlaunagripur afhentur í vor

Jamie Carragher og Steven Gerrard hjá Liverpool kyssa hér Evrópubikarinn sem þeir fengu afhentan í Istanbúl síðastliðið vor, en Liverpool fékk hann einmitt til eignar og verður nýr bikar afhentur eftir næsta úrslitaleik
Jamie Carragher og Steven Gerrard hjá Liverpool kyssa hér Evrópubikarinn sem þeir fengu afhentan í Istanbúl síðastliðið vor, en Liverpool fékk hann einmitt til eignar og verður nýr bikar afhentur eftir næsta úrslitaleik NordicPhotos/GettyImages

Á föstudaginn verður kynntur nýr verðlaunagripur sem afhentur verður sigurvegaranum í Meistaradeild Evrópu eftir úrslitaleik keppninnar í vor. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool mun þá afhenda borgarstjóranum í París gripinn, sem hann mun hafa undir höndum fram að úrslitaleik keppninnar.

Nýi verðlaunabikarinn mun vera áletraður með nöfnum allra liðanna sem hafa unnið Evrópumeistaratitilinn síðan keppnin var haldin fyrst fyrir hálfri öld, en það var einmitt lið Real Madrid sem sigraði í fyrstu keppninni. Real hefur unnið titilinn oftast eða níu sinnum, AC Milan sex sinnum, Liverpool fimm sinnum og Ajax og Bayern Munchen hafa fjórum sinnum sigrað í keppninni.

Við afhendingarathöfnina á föstudaginn verður svo dregið í fjórðungs- og undanúrslit Meistaradeildarinnar í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×