Innlent

Stefnum að hvalveiðum í atvinnuskyni

Íslendingar stefna að því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Enn á eftir að ákveða hvenær veiðar hefjast sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, á Alþingi í dag.

Sjávarútvegsráðherra fullyrti á hinu háa Alþingi í dag að Íslendingar stefndu að því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Kom það fram í svari hans við fyrirspurn frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni, þingmanni Frjálslynda flokksins.

Íslendingar hétu því við inngöngu í Alþjóðhvalveiðiráðið sem lagt hefur blátt bann við hvalveiðum í atvinnuskyni að ekki yrðu hafnar atvinnuveiðar hér fyrr en í fyrsta lagi sumarið 2006. Sumarið nálgast óðfluga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×