Bakkavör Group kaupir hlut í kínversku salatfyrirtæki 24. mars 2006 10:48 Mynd/Haraldur Jónasson Bakkavör Group hefur keypt 40 prósent hlutafjár í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaupin hafa Bakkavör Asia, dótturfélag Bakkavör Group, og Glitnir stofnað nýtt félag, Bakkavör China. Bakkavör Group á 60 prósent hlutafjár í félaginu og Glitnir prósent. Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að hið nýja félag muni einbeita sér að fjárfestingum í Kína og er fjárfestingin í Creative Foods fyrsta verkefni þess. Glitnir veitti ráðgjöf og fjármagnaði kaupin og önnuðust Deloitte og Eversheds fjárhagslega og lagalega áreiðanleikakönnun. Kaupverðið er trúnaðarmál. Bakkavör China á kauprétt að eftirstandandi hlutafé í Creative Foods á föstu verði. Kaupin munu ekki hafa veruleg áhrif á afkomu og efnahag Bakkavarar. Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi eignarhalds Creative Foods í tengslum við kaupin eru háðar samþykki kínverskra yfirvalda. Creative Foods ræktar og framleiðir ýmiss konar salöt, eða um 250 vörutegundir í fjórum verksmiðjum og er með um 600 starfsmenn. Gert er ráð fyrir að velta yfirstandandi árs hjá Creative Foods nemi um 923 milljónum króna (13 milljónum dollara). Á meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins er Yum! Brands, sem er ein stærsta veitingahúsakeðja í heimi og rekur meðal annars Kentucky Fried Chicken og Pizza Hut. Aðrir viðskiptavinir eru meðal annars Wal*Mart, Carrefour, Starbucks og Burger King, segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Bakkavör Group hefur keypt 40 prósent hlutafjár í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaupin hafa Bakkavör Asia, dótturfélag Bakkavör Group, og Glitnir stofnað nýtt félag, Bakkavör China. Bakkavör Group á 60 prósent hlutafjár í félaginu og Glitnir prósent. Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að hið nýja félag muni einbeita sér að fjárfestingum í Kína og er fjárfestingin í Creative Foods fyrsta verkefni þess. Glitnir veitti ráðgjöf og fjármagnaði kaupin og önnuðust Deloitte og Eversheds fjárhagslega og lagalega áreiðanleikakönnun. Kaupverðið er trúnaðarmál. Bakkavör China á kauprétt að eftirstandandi hlutafé í Creative Foods á föstu verði. Kaupin munu ekki hafa veruleg áhrif á afkomu og efnahag Bakkavarar. Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi eignarhalds Creative Foods í tengslum við kaupin eru háðar samþykki kínverskra yfirvalda. Creative Foods ræktar og framleiðir ýmiss konar salöt, eða um 250 vörutegundir í fjórum verksmiðjum og er með um 600 starfsmenn. Gert er ráð fyrir að velta yfirstandandi árs hjá Creative Foods nemi um 923 milljónum króna (13 milljónum dollara). Á meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins er Yum! Brands, sem er ein stærsta veitingahúsakeðja í heimi og rekur meðal annars Kentucky Fried Chicken og Pizza Hut. Aðrir viðskiptavinir eru meðal annars Wal*Mart, Carrefour, Starbucks og Burger King, segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira