Innlent

Um 64% Akureyringa vilja nýjan meirihluta í bæjarstjórn

Mynd/KK

Rúmlega 64% Akureyringa vilja fá nýjan meirihluta í bæjarstjórn samkvæmt niðurstöðum í nýlegri Gallup könnun. Fréttavefurinn Dagur greinir frá niðurstöðum könnunarinnar en í henni var spurt um ánægju með meiri- eða minnihluta í bæjar- og sveitafélögum víða um land. Tæpur helmingur landsmanna eða 49% er ángæður með núverandi meirihluta bæjar- eða sveitastjórnar þar sem hann býr og rúmlega 33% landsmanna eru óánægð. Könnunin fór fram með símakönnun í mars og var svarhlutfallið 61%. Þátttakendur í könnuninni voru eitt þúsund þrjátíu og einn og voru þeir voru valdir úr þjóðskrá með tilviljun úr þýði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×