Enn sigrar New Jersey 7. apríl 2006 08:00 Richard Jefferson var sjóðandi heitur gegn Charlotte og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst. Hann hitti úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli þrátt fyrir að vera í strangri gæslu NordicPhotos/GettyImages Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn 14. sigur í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Charlotte Bobcats 113-102 á heimavelli sínum. Detroit Pistons lagði Miami á útivelli 95-82 og Carmelo Anthony tryggði Denver 110-108 sigur á LA Lakers með skoti á síðustu sekúndum framlengingar. Sigurganga New Jersey er sú lengsta í NBA deildinni á tímabilinu, en áður hafði Dallas unnið 13 leiki í röð. Richard Jefferson fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst og Jason Kidd náði 74. þrennu sinni á ferlinum með 13 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Detroit er nú aðeins þremur leikjum frá því að slá félagsmetið í sigrum á tímabili, en liðið vann sinn 61. leik í vetur þegar það skellti Miami á útivelli. Tayshaun Prince og Rasheed Wallace skoruðu 20 stig hvor fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 19 stig, en Dwayne Wade skoraði 29 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal var með 28 stig. Enginn annar leikmaður Miami skoraði meira en 6 stig í leiknum, en þeir James Posey, Jason Williams og Alonzo Mourning gátu ekki spilað vegna meiðsla. Detroit vann þrjá af fjórum leikjum liðanna í vetur. Denver vann góðan sigur á LA Lakers í framlengdum leik í Denver sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Leikurinn var gríðarlega sveiflukenndur, en það var að lokum Carmelo Anthony sem reið baggamuninn fyrir heimamenn og skoraði fimmtu sigurkörfu sína fyrir liðið í vetur. Anthony var stigahæstur í liði Denver með 33 stig, en Kobe Bryant skoraði að venju mest hjá LA Lakers eða 42 stig. Hann kom liði sínu í framlengingu með því að skora fjögur stig í einni sókn, en náði ekki að koma sér í skotfæri undir lok framlengingar þar sem skot Luke Walton var víðsfjarri körfunni. Þetta var í 24. sinn sem Bryant skorar yfir 40 stig fyrir Lakers í vetur og þar með sló hann met Elgin Baylor. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn 14. sigur í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Charlotte Bobcats 113-102 á heimavelli sínum. Detroit Pistons lagði Miami á útivelli 95-82 og Carmelo Anthony tryggði Denver 110-108 sigur á LA Lakers með skoti á síðustu sekúndum framlengingar. Sigurganga New Jersey er sú lengsta í NBA deildinni á tímabilinu, en áður hafði Dallas unnið 13 leiki í röð. Richard Jefferson fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst og Jason Kidd náði 74. þrennu sinni á ferlinum með 13 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Detroit er nú aðeins þremur leikjum frá því að slá félagsmetið í sigrum á tímabili, en liðið vann sinn 61. leik í vetur þegar það skellti Miami á útivelli. Tayshaun Prince og Rasheed Wallace skoruðu 20 stig hvor fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 19 stig, en Dwayne Wade skoraði 29 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal var með 28 stig. Enginn annar leikmaður Miami skoraði meira en 6 stig í leiknum, en þeir James Posey, Jason Williams og Alonzo Mourning gátu ekki spilað vegna meiðsla. Detroit vann þrjá af fjórum leikjum liðanna í vetur. Denver vann góðan sigur á LA Lakers í framlengdum leik í Denver sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Leikurinn var gríðarlega sveiflukenndur, en það var að lokum Carmelo Anthony sem reið baggamuninn fyrir heimamenn og skoraði fimmtu sigurkörfu sína fyrir liðið í vetur. Anthony var stigahæstur í liði Denver með 33 stig, en Kobe Bryant skoraði að venju mest hjá LA Lakers eða 42 stig. Hann kom liði sínu í framlengingu með því að skora fjögur stig í einni sókn, en náði ekki að koma sér í skotfæri undir lok framlengingar þar sem skot Luke Walton var víðsfjarri körfunni. Þetta var í 24. sinn sem Bryant skorar yfir 40 stig fyrir Lakers í vetur og þar með sló hann met Elgin Baylor.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira