Innlent

Engin lagaúrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera

Íslensk stjórnvöld hafa engin lagaleg úrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera í landinu. Þetta segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann telur að það sé nú á ábyrgð íslenska ríkisins að tryggja mengunarkvóta og aðrar mótvægisaðgerðir til að mæta aukinni mengun.

Á fimm stöðum á landinu er nú verið að undirbúa aukna álframleiðslu. Í Straumsvík og á Grundartanga er stefnt að stækkun álvera, nýtt álver er að rísa á Reyðarfirði og stefnt er að nýjum álverum á Húsavík og í Helguvík. Jóhann Ársælsson segir að jafnvel þótt stjórnvöld vildu þá hafi þau ekki lagaleg úrræði til að koma í veg fyrir þessa uppbyggingu.

Jóhann furðar sig á því að umhverfisráðherra skuli nú flytja frumvarp um skráningu losunar gróðurhúsalofttegunda án þess að taka á þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×