Sport

Óraunhæfar væntingar á Rooney

Sir Alex Ferguson hefur áhyggjur af þeirri pressu sem er lögð á herðar Wayne Rooney þrátt fyrir ungan aldur hans
Sir Alex Ferguson hefur áhyggjur af þeirri pressu sem er lögð á herðar Wayne Rooney þrátt fyrir ungan aldur hans NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson hjá Manchester United var ekki í góðu skapi eftir jafnteflið dýra við Sunderland í gærkvöldi, en það þýddi að vonir United um að ná Chelsea eru orðnar mjög litlar, rétt eins og vonir Sunderland um að halda sér í úrvalsdeildinni. Ferguson benti á að leikurinn í gær hefði undirstrikað að Englendingar gætu ekki hengt vonir sínar um að sigra á HM í herðarnar á tvítugum pilti.

"Þetta fjölmiðlafár í kring um Wayne Rooney er að verða mjög þreytandi og það segir sína sögu að menn eins og hann og Cristiano Ronaldo skuli hafa spilað sinn langlélegasta leik á tímabilinu þegar allt var undir eins og í kvöld. Þeir eru frábærir knattspyrnumenn báðir tveir, en þeir eiga lágmark 2-3 ár í að ná fullum þroska sem leikmenn og vantar mikið upp á reynsluna eins og sýndi sig í kvöld," sagði Ferguson hundfúll og vildi að hluta til kenna pressunni sem sett hefur verið á Rooney um hvernig fór hjá honum í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×