Sport

Chelsea með aðra höndina á titlinum

Frank Lampard fagnar marki sínu í dag ásamt Hernan Crespo. Titillinn er svo gott sem þeirra í ár.
Frank Lampard fagnar marki sínu í dag ásamt Hernan Crespo. Titillinn er svo gott sem þeirra í ár.

Chelsea tók enn eitt skrefið í dag og er nú með aðra höndina á enska meistaratitlinum í fótbolta eftir 0-2 útisigur á Bolton í í dag. John Terry og Frank Lampard skoruðu mörk Chelsea á 44. mínútu og 59 mínútu.

Chelsea er nú með 9 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og getur tryggt sér titilinn á mánudaginn með sigri á Everton. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í dag, annan leikinn í röð.

Þetta var fimmti ósigur Bolton í röð í deildinni en liðið situr í 7. sæti deildarinnar með 48 stig og er 6 stigum á eftir Blackburn og Arsenal í baráttunni um Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×