Viðskipti innlent

Atvinnuleysið 2,4 prósent á 1. ársfjórðungi

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands.

Atvinnuleysi mældist 2,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006. Það táknar að 4.000 manns hafi verið án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist 2,2 prósent hjá körlum en 2,5 prósent hjá konum. Atvinnuleysi er mest á meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára eða 7,7 prósent.

Að sögn Hagstofunnar mældist atvinnuleysi mest 3,0 prósent á tímabilinu. Atvinnuleysi karla var 3,4 prósent en 2,5 prósent þegar mest var. Mest var atvinnuleysið hjá fólki á aldrinum 16 til 24 ára eða 9,3 prósent.

Samkvæmt þessu voru 163.550 manns með atvinnu á fyrstu þremur mánuðum ársins en það er aukning um 7.700 manns frá sama tíma í fyrra. Á vinnumarkaði voru alls 167.500 manns sem jafngildir 81,1 prósents atvinnuþátttöku. Atvinnuþátttaka karla var 84,6 prósent en kvenna 77,5 prósent.

Atvinnuþátttaka á fyrsta ársfjórðungi 2005 mældist 79,8 prósent. Atvinnuþátttaka karla nam 82,7 prósentum en 82,7 prósentum hjá konum.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var meðalfjöldi vinnustunda 41,2 klukkustundir á viku. Karlar unnu í 46,2 klukkustundir á viku en konu í 35,2 klukkustundir.

Á sama tíma í fyrra var meðalfjöldi vinnustunda 40,7 klukkustundir á viku. Karlar unnu í 46,6 klukkustundir á viku en konur í 34,0 klukkustundir á viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×