Sport

Hefur miklar áhyggjur af meiðslum

Sven-Göran segir algjört lykilatriði að ensku leikmennirnir verði heilir heilsu á HM, en ef svo fer sem horfir verða margir af lykilmönnum hans ansi tæpir í undirbúningnum
Sven-Göran segir algjört lykilatriði að ensku leikmennirnir verði heilir heilsu á HM, en ef svo fer sem horfir verða margir af lykilmönnum hans ansi tæpir í undirbúningnum NordicPhotos/GettyImages

Landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson segist hafa miklar áhyggjur af miklum meiðslum í herbúðum enska landsliðsins. Læknir landsliðsins þvælist nú frá einu liði til annars í ensku úrvalsdeildinni og metur ástand leikmanna undir lok tímabilsins á Englandi.

"Ég væri tilbúinn með lista með 21-22 af nöfnunum sem yrðu í hópnum ef ekki væri fyrir öll þessi meiðsli," sagði Eriksson. "Læknir liðsins er nú á ferðalagi í London þar sem hann hefur skoðað leikmenn Charlton og Tottenham sem koma til greina í landsliðið og ég verða að viðurkenna að ég hef miklar áhyggjur af mönnum eins og Ledley King hjá Tottenham, sem að öllum líkindum ná ekki að spila annan leik í ensku úrvalsdeildinni í vor vegna meiðsla.

Mesta meiðslahættan í úrvalsdeildinni er alltaf á síðustu tveimur mánuðunum þegar leikmenn fara að þreytast, þannig að ég bíð milli vonar og ótta að fleiri menn meiðist ekki í síðustu leikjunum," sagði Eriksson og fagnaði því að þeir Sol Campbell og Michael Owen gætu fengið að spreyta sig á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×